
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Dáleiðsla hefur margar hliðar og getur verið gagnleg leið fyrir fólk til að vinna úr djúpstæðum vanda. Gagnreyndar rannsóknir sýna góðan árangur dáleiðslu á ákveðnum sviðum og virtar erlendar stofnanir á heilbrigðissviði bendi á þá gagnsemi. Dáleiðsla getur líka hentað vel með annarri meðferð,“ segir Hannes Björnsson, sálfræðingur og formaður Dáleiðslufélags Íslands, en hann ætlar að halda námskeið um dáleiðslu, fyrir fagfólk, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í vor.
„Dáleiðsla er mjög vítt hugtak sem nær yfir margt. Fólk er með allskonar hugmyndir um fyrirbærið, til dæmis sjá margir fyrir sér dáleiðara á sviði sem getur látið fólk gera fyndna hluti, en sú dáleiðsla sem ég er að tala um er af allt öðrum toga. Sviðsdáleiðsla er mjög fjarri því
...