Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hvorki geðsvið Landspítala né geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) kannast við að hafa haft það á sinni könnu að sinna eftirfylgni og meðferð Alfreðs Erlings Þórðarsonar eftir að hann var útskrifaður úr nauðungarvistun af geðsviði Landspítala í júní í fyrra.
Alfreð var dæmdur til 12 vikna nauðungarvistunar í maí í kjölfar ofbeldishegðunar sem í geðmati var sögð tengjast geðrofi. Hann þáði enga aðstoð og var útskrifaður tveimur vikum síðar. Alfreð er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst, innan þess tímabils sem hann var upphaflega úrskurðaður í nauðungarvistun. Úrskurðir um nauðungarvistun falla úr gildi þegar sjúklingar útskrifast.
Var Alfreð án meðferðar og eftirfylgni eftir
...