Tilkynnt var fyrr í vikunni um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025. Tónlistarkonan Una Torfa hlýtur flestar tilnefningar eða fimm talsins. Bára Gísladóttir og Magnús Jóhann Ragnarsson hljóta fjórar tilnefningar hvort en Emilíana…

Hæfileikarík Una Torfa er meðal annars tilnefnd sem flytjandi ársins.
— Morgunblaðið/Eggert
TILNEFNINGAR
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tilkynnt var fyrr í vikunni um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025. Tónlistarkonan Una Torfa hlýtur flestar tilnefningar eða fimm talsins. Bára Gísladóttir og Magnús Jóhann Ragnarsson hljóta fjórar tilnefningar hvort en Emilíana Torrini, GDRN, Guðmundur Pétursson, Ingi Bjarni Skúlason, Markéta Irglová og Óskar Guðjónsson hljóta þrjár hvert.
Verðlaunin verða afhent í Hörpu 12. mars og sýnd í beinni útsendingu á RÚV, en Friðrik Ómar Hjörleifsson mun stýra verðlaunahátíðinni.
Verðlaunað er fyrir hljómplötur, lög og tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textagerð. Við sama tilefni verða veitt
...