„Það verða engar breytingar á áformum um Þjóðarhöllina og við munum standa við alla þá samninga sem þar hafa verið gerðir,“ segir Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Meirihlutaákvörðun Helga Þórisdóttir segir að staðið verði við samninga. Dóra Björt er ekki „algjörlega“ hætt við.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Það verða engar breytingar á áformum um Þjóðarhöllina og við munum standa við alla þá samninga sem þar hafa verið gerðir,“ segir Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur.
Spurningin til Helgu kemur til vegna þess að í samstarfssamningi nýs meirihluta í borginni er hvergi minnst á Þjóðarhöllina og í viðtali á Bylgjunni sl. sunnudag sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir að þær væru ekki „algjörlega“ hættar við Þjóðarhöllina.
„Okkur finnst mjög mikilvægt, og við vitum hvernig það hefur verið með þessa ágætu herramenn sem hafa stundum verið í forsvari fyrir borgina, að þeir fara á karlakvöld hjá íþróttafélögunum og það hópast í kringum þá fólk sem er með alls konar kröfur og beiðnir
...