Þessi stefna afhjúpar sýndarlýðræðisstjórnmál Pírata þar sem mikið er talað um íbúalýðræði en þegar til kastanna kemur er virkt samráð sett til hliðar.
Björn Gíslason
Björn Gíslason

Björn Gíslason

Nú þegar u.þ.b. 14 mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga hefur nýr meirihluti tekið við borginni, meirihluti fimm flokka. Eðli máls samkvæmt vekur það spurningar meðal borgarbúa um hvert stefnt er í stjórnun borgarinnar. Vert er þó að óska þessum nýja meirihluta góðs gengis í störfum sínum áður en lengra er haldið, en ég hef þó áhyggjur af því hvernig hann hyggst takast á við skuldastöðu borgarinnar.

Samstarfsyfirlýsing flokkanna inniheldur fyrst og fremst útgjaldatillögur, en engar útfærðar tillögur um hvernig þessi meiri-
hluti ætlar að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar. Það veldur mér, sem skattgreiðanda og borgarfulltrúa, verulegum áhyggjum. Samanlagðar skuldir A- og B-hluta borgarinnar nálgast nú 600 milljarða króna, sem er gríðarleg byrði á borgina og skattgreiðendur í henni.

Íbúaráð og

...