Flokkurinn þarf að leiða stjórnarandstöðu af krafti og byggja upp enn frekari styrk til að taka við taumunum ekki síðar en að fjórum árum liðnum.
Sólveig Pétursdóttir
Sólveig Pétursdóttir

Sólveig Pétursdóttir

Flokkurinn okkar stendur á tímamótum þegar farsæll formaður til sextán ára lætur staðar numið. Í breytingum felast tækifæri og við þurfum að nýta tækifærið til hins ýtrasta næstu helgi. Þótt nýmynduð ríkisstjórn sjái að miklu leyti um verkið fyrir okkur, þá er auðvitað stærsta verkefni Sjálfstæðismanna ávallt að afla flokknum frekara fylgis. Til þess þarf formann sem nær til allra kynslóða og hefur reynslu af sviði stjórnmálanna, skilur hvernig við tölum til þeirra sem taka við samfélaginu eftir okkar dag.

Það er ánægjulegt að tvær öflugar konur hafa boðið sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins sem báðar njóta mikil stuðnings. Ég þekki Áslaugu Örnu vel og hef fylgst með störfum hennar – ég styð Áslaugu Örnu til formanns á landsfundi okkar næstu helgi.

Samtal við Sjálfstæðismenn um

...