70 ára Ásta Halldóra er Hornfirðingur, fæddist á Höfn og hefur búið þar alla tíð fyrir utan þegar hún var í námi á Bifröst. „Ég er með samvinnuskólapróf þaðan og náði mér líka í manninn minn þar.“ Ásta starfaði hjá Sveitarfélaginu…

70 ára Ásta Halldóra er Hornfirðingur, fæddist á Höfn og hefur búið þar alla tíð fyrir utan þegar hún var í námi á Bifröst. „Ég er með samvinnuskólapróf þaðan og náði mér líka í manninn minn þar.“
Ásta starfaði hjá Sveitarfélaginu Hornafirði í 36 ár sem bæjarritari, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og fjármálastjóri en hætti störfum þar árið 2015.
Meðfram störfum sínum var hún með loðdýrarækt ásamt manni sínum í 20 ár. Þau ráku einnig hótel frá 2008-2018 í Nesjum, um átta kílómetra frá Höfn. „Við keyptum Nesjaskóla 2008 rétt fyrir hrun og það tók okkur 10 ár að breyta honum í fallegt hótel, Hótel Jökul.
Eftir að við seldum hótelið hættum við að vinna og fórum að leika okkur, svo sem að fara í skipulagðar gönguferðir, gengum á
...