
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Nú stefnum við Sjálfstæðismenn á landsfund um helgina. Það er alltaf gaman að mæta og hitta félagana alls staðar að af landinu, við ræðum hugsjónir okkar og stefnuna, stöðu flokksins í dag og framtíðina. En landsfundur að þessu sinni mun líka taka stóra ákvörðun, ákvörðun um forystu flokksins.
Í framboði til formanns eru tvær úrvalskonur. Þær báðar þekki ég að góðu einu. Það eru forréttindi að flokkurinn hafi úr ólíkum frambjóðendum að velja; frambjóðendur af þessu kalíberi, þori ég að fullyrða, er ekki að finna í neinum öðrum stjórnmálaflokki.
En fyrir mér er valið fyrir flokkinn minn augljóst. Það er í senn af faglegum og persónulegum ástæðum sem ég mun styðja Áslaugu Örnu til formanns á sunnudaginn kemur. Hún er leiðtoginn sem flokkurinn þarf á þeim tímamótum sem við
...