Samóvar Hér má sjá muninn sem Davíð, sem þá var borgarstjóri, fékk árið 1986 frá Mikhaíl Gorbatsjov.
Samóvar Hér má sjá muninn sem Davíð, sem þá var borgarstjóri, fékk árið 1986 frá Mikhaíl Gorbatsjov. — Ljósmynd/Viktor

Rússneskur samóvar sem Davíð Oddsson fékk að gjöf frá Mikhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 verður á uppboði um helgina.

Svona gripir voru notaðir undir heitt vatn og teketill hafður ofan á með sterkri teblöndu.

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) verður með uppboð á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn og þar verður munurinn boðinn upp.

„Þessi uppboð eru stór partur af framfærslu ungliðahreyfingarinnar ásamt auðvitað sölu varnings á landsfundum og öðrum viðburðum. Eftir að flokkarnir voru ríkisvæddir þurftum við að hugsa út fyrir kassann í fjáröflun og að standa fyrir svona uppboði er hugmynd sem fæddist fyrir síðasta landsfund,“ segir Viktor Pétur Finnsson formaður SUS í samtali við

...