
Rússneskur samóvar sem Davíð Oddsson fékk að gjöf frá Mikhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 verður á uppboði um helgina.
Svona gripir voru notaðir undir heitt vatn og teketill hafður ofan á með sterkri teblöndu.
Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) verður með uppboð á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn og þar verður munurinn boðinn upp.
„Þessi uppboð eru stór partur af framfærslu ungliðahreyfingarinnar ásamt auðvitað sölu varnings á landsfundum og öðrum viðburðum. Eftir að flokkarnir voru ríkisvæddir þurftum við að hugsa út fyrir kassann í fjáröflun og að standa fyrir svona uppboði er hugmynd sem fæddist fyrir síðasta landsfund,“ segir Viktor Pétur Finnsson formaður SUS í samtali við
...