Tónleikar undir yfirskriftinni Nashville Nights verða haldnir í kvöld, 27. febrúar, á Midgard Hvolsvelli, föstudag 28. febrúar á Sviðinu Selfossi og laugardag 1. mars í Hljómahöll Reykjanesbæ. Í tilkynningu segir að um sé að ræða einstaka…
Tónleikar Lagahöfundar flytja lög og segja frá því hvernig þau urðu til.
Tónleikar Lagahöfundar flytja lög og segja frá því hvernig þau urðu til. — Ljósmynd/Jóhann Þór Línberg Kristjánsson

Tónleikar undir yfirskriftinni Nashville Nights verða haldnir í kvöld, 27. febrúar, á Midgard Hvolsvelli, föstudag 28. febrúar á Sviðinu Selfossi og laugardag 1. mars í Hljómahöll Reykjanesbæ. Í tilkynningu segir að um sé að ræða einstaka tónlistarupplifun þar sem þrír söngvarar og lagahöfundar frá Nashville í Bandaríkjunum koma fram ásamt íslensku tónlistarkonunum Önnu og Fríðu Hansen í svokölluðu „Writer's Rounds“. Eru það tónleikar þar sem listamennirnir skiptast á að spila lögin sín, ásamt því að veita áhorfendum innsýn í það hvernig lögin urðu til og hvað þarf til að þau nái eyrum fólks um allan heim. Tónleikar sem þessir eru sagðir afar vinsælir í tónlistar­borginni Nashville. Miðar fást á tix.is