Tónleikar undir yfirskriftinni Nashville Nights verða haldnir í kvöld, 27. febrúar, á Midgard Hvolsvelli, föstudag 28. febrúar á Sviðinu Selfossi og laugardag 1. mars í Hljómahöll Reykjanesbæ. Í tilkynningu segir að um sé að ræða einstaka…

Tónleikar Lagahöfundar flytja lög og segja frá því hvernig þau urðu til.
— Ljósmynd/Jóhann Þór Línberg Kristjánsson
Tónleikar undir yfirskriftinni Nashville Nights verða haldnir í kvöld, 27. febrúar, á Midgard Hvolsvelli, föstudag 28. febrúar á Sviðinu Selfossi og laugardag 1. mars í Hljómahöll Reykjanesbæ. Í tilkynningu segir að um sé að ræða einstaka tónlistarupplifun þar sem þrír söngvarar og lagahöfundar frá Nashville í Bandaríkjunum koma fram ásamt íslensku tónlistarkonunum Önnu og Fríðu Hansen í svokölluðu „Writer's Rounds“. Eru það tónleikar þar sem listamennirnir skiptast á að spila lögin sín, ásamt því að veita áhorfendum innsýn í það hvernig lögin urðu til og hvað þarf til að þau nái eyrum fólks um allan heim. Tónleikar sem þessir eru sagðir afar vinsælir í tónlistarborginni Nashville. Miðar fást á tix.is