Þegar ranglað er um í þeim frumskógi framboðs áhorfsefnis sem finna má á Netflix-streymis­veitunni getur verið gott að hafa einhver leiðarljós, til dæmis ef einhver (sem maður tekur mark á og hefur svipaðan smekk) nefnir eitthvað sem er þess virði að gefa séns, athuga hvort maður nenni að horfa
Boxer Hann er alveg sjóðheitur „bad boy“.
Boxer Hann er alveg sjóðheitur „bad boy“.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

Þegar ranglað er um í þeim frumskógi framboðs áhorfsefnis sem finna má á Netflix-streymis­veitunni getur verið gott að hafa einhver leiðarljós, til dæmis ef einhver (sem maður tekur mark á og hefur svipaðan smekk) nefnir eitthvað sem er þess virði að gefa séns, athuga hvort maður nenni að horfa. Ég er mjög fljót að slökkva ef mér líst ekki á, ég þoli ekki lélegt sjónvarpsefni, og nóg er af því á blessaðri veitunni. En þar er líka margt alveg prýðilegt, en það fer vissulega eftir því hvernig ég sjálf er stemmd hvað ég nenni að horfa á. Ég nenni yfirleitt ekki of mikilli dramatík, fæ bara kjánahroll, en finnst gott að hún sé þó í bland við eitthvað sem er ekki sápudrasl. Ég rakst á eina slíka um daginn, bresk-spænska þáttaröð sem heitir Hvítar línur (White Lines), sem er fullkomin blanda af húmor, dramatík og

...