
Hermann Alfreð Bjarnason fæddist á Galtarvita á Vestfjörðum þann 17. febrúar 1948. Hann lést 6. febrúar 2025.
Foreldrar hans voru Bjarni Guðmundur Friðriksson, sjómaður og vitavörður f. 31. júlí 1896, d. 5. nóv. 1975, og Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir, húsfreyja, f. 23. apríl 1903, d. 6. apríl 1991. Hermann var yngstur 16 systkina.
Þann 21. nóvember 1981 kvæntist Hermann Priscillu Joan Stockdale, f. 11. feb. 1954 í Bristol, Englandi. Foreldrar hennar voru Gordon og Beatrice Stockdale frá Carlisle, Englandi.
Börn Hermanns og Priscillu eru;
1) Pétur Gordon, eðlisfræðingur, f. 7. júní 1983 í Keflavík. Maki hans er Gunnur Ýr Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 27. júlí 1984. Börn þeirra eru Birkir Hrafn, f. 3. nóv. 2013, Sindri Pétur, f. 9. okt. 2015
...