Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður opnaður í dag og er að þessu sinni til húsa á nýjum stað, á neðri hæð Holtagarða þar sem Bónus var áður. „Með hentugra verslunarhúsnæði gafst kostur á auknu rými fyrir barnabækur, þær þekja nú…

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður opnaður í dag og er að þessu sinni til húsa á nýjum stað, á neðri hæð Holtagarða þar sem Bónus var áður. „Með hentugra verslunarhúsnæði gafst kostur á auknu rými fyrir barnabækur, þær þekja nú tæplega helming markaðarins en auk þess er einnig mikið úrval af öðrum bókum og krossgátutímaritum á góðu verði. Bókamarkaðurinn er merk menningarstofnun. Hann var fyrst haldinn í Listamannaskálanum árið 1952 og hefur verið starfræktur nær árlega allar götur síðan. Í fyrra seldust 100.425 bækur á markaðnum og vonast aðstandendur til þess að selja 105.000 bækur í ár,“ segir í tilkynningu. Þar er rifjað upp að fyrsta auglýsing Bókamarkaðarins var birt í Morgunblaðinu hinn 6. maí 1952.