„Ég er fædd í Finnlandi, pabbi er íslenskur leikari, Borgar Garðarsson, og mamma er finnsk. Hún vann á sínum tíma, áður en ég fæddist, í Norræna húsinu í Reykjavík,“ segir Silja Borgarsdóttir Sandelin, aðalritari Sænska þjóðarflokksins SFP á finnska þinginu

Ein svarthvít Silja með foreldrum sínum það herrans ár 1986, þeim Borgari Garðarssyni og Ann Sandelin.
Viðtal
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég er fædd í Finnlandi, pabbi er íslenskur leikari, Borgar Garðarsson, og mamma er finnsk. Hún vann á sínum tíma, áður en ég fæddist, í Norræna húsinu í Reykjavík,“ segir Silja Borgarsdóttir Sandelin, aðalritari Sænska þjóðarflokksins SFP á finnska þinginu.
Silja talar reiprennandi íslensku án þess þó að hafa nokkurn tímann búið á Íslandi ef frá er talið stutt tímabil þegar hún starfaði hjá Máli og menningu. „Það var árið sem ég varð stúdent, annars hef ég aldrei búið á Íslandi. Pabbi talar íslensku við mig og mamma sænsku og saman tala þau sænsku,“ lýsir Silja hinu samnorræna æskuheimili sínu.