„Ég er fædd í Finnlandi, pabbi er íslenskur leikari, Borgar Garðarsson, og mamma er finnsk. Hún vann á sínum tíma, áður en ég fæddist, í Norræna húsinu í Reykjavík,“ segir Silja Borgarsdóttir Sandelin, aðalritari Sænska þjóðarflokksins SFP á finnska þinginu
Ein svarthvít Silja með foreldrum sínum það herrans ár 1986, þeim Borgari Garðarssyni og Ann Sandelin.
Ein svarthvít Silja með foreldrum sínum það herrans ár 1986, þeim Borgari Garðarssyni og Ann Sandelin.

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég er fædd í Finnlandi, pabbi er íslenskur leikari, Borgar Garðarsson, og mamma er finnsk. Hún vann á sínum tíma, áður en ég fæddist, í Norræna húsinu í Reykjavík,“ segir Silja Borgarsdóttir Sandelin, aðalritari Sænska þjóðarflokksins SFP á finnska þinginu.

Silja talar reiprennandi íslensku án þess þó að hafa nokkurn tímann búið á Íslandi ef frá er talið stutt tímabil þegar hún starfaði hjá Máli og menningu. „Það var árið sem ég varð stúdent, annars hef ég aldrei búið á Íslandi. Pabbi talar íslensku við mig og mamma sænsku og saman tala þau sænsku,“ lýsir Silja hinu samnorræna æskuheimili sínu.

Erfitt að segja hlutina á

...