Kristján Davíðsson (1917-2013) Andlitsmynd af Halldóri Laxness, 1950 Olía á striga, 60 x 45 cm
Kristján Davíðsson (1917-2013) Andlitsmynd af Halldóri Laxness, 1950 Olía á striga, 60 x 45 cm

Kristján Davíðsson fæddist í Reykjavík 1917 en ólst upp á Patreksfirði. Hann sótti námskeið hjá Finni Jónssyni 1932-1933 og nam við einkaskóla hans og Jóhanns Briem 1935-1936 en þeir voru báðir áhrifavaldar í list hans. Á árunum 1941-1943 leigði Kristján herbergi í Unuhúsi í Reykjavík. Þar kynntist hann listamönnum og skáldum, þar á meðal Halldóri Laxness og Þorvaldi Skúlasyni sem þá var nýkominn heim frá Frakklandi og veitti Kristjáni innsýn í erlenda liststrauma.

Á stríðsárunum vann Kristján fyrir breska og bandaríska herinn og lærði þá nokkuð í ensku. Í gegnum tímarit frétti hann af sérstakri námsstofnun, Barnes Foundation í Pennsylvaníu, og þar dvaldi hann árin 1945-1947. Hann fékk aðgang að merku einkasafni Alfreds C. Barnes sem samanstendur af listaverkum frá ólíkum tímum og þjóðlöndum, samtímalist eftir Picasso og Matisse en einnig list frumbyggja, afrískum grímum og

...