Baldur Hafstað sendi þættinum góða kveðju: „Ég bað nokkra unglinga um að semja orðskviði í bundnu máli, einn í hverri braglínu og fór fram á að reglur um j og ekki j yrðu í heiðri hafðar í rímatkvæðum
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Baldur Hafstað sendi þættinum góða kveðju: „Ég bað nokkra unglinga um að semja orðskviði í bundnu máli, einn í hverri braglínu og fór fram á að reglur um j og ekki j yrðu í heiðri hafðar í rímatkvæðum. Árangurinn varð þessi:
Oft kemur blettur í blússu nýja.
Byrja skal ferð með sokka hlýja.
Víða fljúga krummi og kría.
Karlar oft af hólmi flýja.“
Einnig barst góð kveðja frá Árna Bergmann. „Sá sem hefur fengið hagyrðingaveikina liggur ekki kjur heldur finnur sér ný og ný tilefni til að setja saman bundið mál. Stundum eru þau mjög langsótt eins og þessar andvökulimrur sýna:
Af baki var dottin hún
...