Síminn var mikilvæg forsenda hvers kyns efnahagslegra framfara og ýtti undir tæknilega uppbyggingu á ótal sviðum.
Símamenn Mynd tekin á fyrsta landsfundi símamanna árið 1938, en þegar hann var haldinn hafði félagið þegar verið starfandi í 15 ár.
Símamenn Mynd tekin á fyrsta landsfundi símamanna árið 1938, en þegar hann var haldinn hafði félagið þegar verið starfandi í 15 ár.

Haraldur Örn Sturluson

Árið 1910 sendi kanadíski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Herbert Newton Casson frá sér bókina um sögu símans (e. The History of the Telephone). Talsíminn, sagði Casson, hefði komið fram á sjónarsviðið einungis 35 árum fyrr og núna væri hann orðinn fullorðinn! Öllum svartsýnisröddum hefði verið gefið langt nef og nú væri síminn orðinn ómissandi hluti af daglegri tilveru. Í dag þykir okkur broslegt að sjá skrifað um símkerfin á fyrstu árum 20. aldar sem fullmótaða tækni en ekki bara efnileg fyrstu skref í fjarskiptabyltingu sem átti eftir að breyta lífsháttum fólks um allan heim, en auðvitað gat kanadíska rithöfundinn ekki órað fyrir þeim tæknibreytingum sem síðar urðu að veruleika.

Þegar Casson ritaði þessi orð sín var í mesta lagi ein gangfær bifreið á Íslandi. Eina stórskipahöfnin við Faxaflóa var bryggjustubbur í Viðey, þar

...