
Kjartan Magnússon
Nýr meirihluti fimm vinstriflokka hefur tekið við völdum í ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi meirihluti hefur þó minnihluta atkvæða Reykvíkinga að baki sér.
Samstarfsyfirlýsing meirihlutans er óljós og loðin um helstu atriði borgarmála og verður hann auðvitað helst dæmdur af verkum sínum eða verkleysi.
Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar hefur verið í lamasessi frá 7. febrúar eða í þrjár vikur vegna meirihlutaskipta. Hefðbundin fundahöld nefnda og ráða borgarinnar eru ekki hafin að nýju þrátt fyrir mörg aðkallandi verkefni og að nú sé tæp vika liðin frá myndun nýs meirihluta.
Eina verk nýja meirihlutans fram að þessu hefur verið að samþykkja stjórnkerfisbreytingar í óðagoti með því að leggja niður tólf ráð, sem hafa það meginhlutverk að sinna
...