Áslaug Arna þorir að brjóta upp hið hefðbundna. Hún er einmitt sá drifkraftur sem atvinnulíf framtíðarinnar þarf á að halda.
Helga Árnadóttir
Helga Árnadóttir

Guðbjörg Birna Aradóttir, Helga Árnadóttir, Orri Björnsson og Tómas Már Sigurðsson.

„Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi.“

Þannig komst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála, að orði í grein í apríl í fyrra en þar fjallaði hún um hvernig nýsköpun væri grundvöllur hagsældar.

Það var einmitt á síðasta ári sem við héldum upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Það var tilefni til að minnast stöðugra framfara alla tíð síðan, langt umfram það sem flestir höfðu gert sér í hugarlund þann 17. júní 1944.

...