Síðustu sýningar á söngleiknum Elly verða um helgina en lokasýningin verður á sunnudagskvöld, 2. mars. „Vegna fjölda áskorana sneri Katrín Halldóra aftur á Stóra sviðið sem Elly Vilhjálms í rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti…
Söngfugl Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem Elly.
Söngfugl Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem Elly.

Síðustu sýningar á söngleiknum Elly verða um helgina en lokasýningin verður á sunnudagskvöld, 2. mars. „Vegna fjölda áskorana sneri Katrín Halldóra aftur á Stóra sviðið sem Elly Vilhjálms í rómaðri sýningu Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssonar síðastliðið haust,“ segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

„Söngleikurinn Elly sló öll met á sínum tíma og hefur enn og aftur hlotið frábærar viðtökur áhorfenda,“ segir jafnframt í tilkynningunni en sýningin hefur þegar verið sýnd 267 sinnum. Samkvæmt vef leikhússins eru einungis þrjár sýningar eftir, allar um helgina, en ný og spennandi verkefni eru sögð bíða leikhópsins.