Starfsemi er hafin hjá Kapp-Skaganum hf. á Akranesi sem á haustdögum keypti búnað og lausafé úr búi Skagans 3X sem varð gjaldþrota síðastliðið sumar. „Við sáum mikil tækfæri í því að stíga hér inn, enda á mörgu góðu að byggja
Smíði Rúnar Þór Gunnarsson matar vélina sem sníður, beygir og breytir.
Smíði Rúnar Þór Gunnarsson matar vélina sem sníður, beygir og breytir. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Starfsemi er hafin hjá Kapp-Skaganum hf. á Akranesi sem á haustdögum keypti búnað og lausafé úr búi Skagans 3X sem varð gjaldþrota síðastliðið sumar. „Við sáum mikil tækfæri í því að stíga hér inn, enda á mörgu góðu að byggja. Þetta fellur líka vel að þeirri starfsemi sem við höfum verið með áður,“ segir Ólafur Karl Sigurðarson framkvæmdastjóri. Endurreist starfsemi var kynnt fjárfestum, fjölmiðlum og fleirum nú í vikunni.

Mikil þekking og reynsla

Kapp ehf. er gamalgróið fyrirtæki hvar til staðar er mikil þekking og reynsla í framleiðslu á kælibúnaði fyrir sjávarútveginn. Þjónustuþátturinn í starfseminni er einnig stór, enda eru tæki sem Kapp framleiðir í notkun í fjölda landa. Krapavélar hjá því framleiddar eru alls um 1.000 og í notkun

...