
Frægasti njósnari kvikmyndasögunnar, James Bond, mun snúa aftur, líkt og kunngjört var í síðustu mynd um hetjuna, og búa aðdáendur sig margir nú undir það versta. Hvers vegna? Jú, nú liggur fyrir að bandaríska stórfyrirtækið Amazon á nú réttinn á öllu efni sem að 007 snýr, nánar tiltekið Amazon MGM. Hafa breskir fjölmiðlar fjallað nokkuð reglulega um þær fyrirætlanir, sem nú virðast orðnar að veruleika. Bandaríski risinn ræður nú örlögum þekktasta njósnara sögunnar, eins og segir í frétt veitunnar AFP.
Broccoli-fjölskyldan hefur sumsé selt réttinn að öllu efni um Bond og hefur hrollur farið um margan aðdáandann í heimalandi hans, Bretlandi, enda þykir mörgum Bond enskari en allt sem enskt er. Hafa birst greinar í virtum enskum dagblöðum á borð við The Times og The Telegraph um meint endalok Bonds, að hann
...