
Endurkoma Jóan Símun Edmundsson lék 15 leiki með KA árið 2023.
— Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Færeyski knattspyrnumaðurinn Jóan Símun Edmundsson er genginn til liðs við KA á nýjan leik eftir að hafa áður leikið með liðinu seinni hluta tímabilsins 2023. Jóan fór frá KA til Shkupi í Norður-Makedóníu en hefur nú samið við KA-menn fyrir tímabilið 2025. Hann er 33 ára gamall og lék áður í Belgíu, Þýskalandi, Danmörku, Noregi og Englandi. Jóan er næstleikjahæstur í sögu færeyska landsliðsins en hann á að baki 94 landsleiki og átta mörk.