En fyrst og fremst var um pólitískan gjörning að ræða. Andsvar við kjöri Trumps, hugleiðingar um aukna skautun í samfélaginu og meðfylgjandi rasisma.
Andspyrna Kendrick Lamar, einn áhrifaríkasti rappari samtímans, framdi pólitískan gjörning á Ofurskálinni.
Andspyrna Kendrick Lamar, einn áhrifaríkasti rappari samtímans, framdi pólitískan gjörning á Ofurskálinni. — AFP/Timothy A. Clary

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Í konungshöllum miðalda var það einatt hirðfíflið sem hafði skotleyfi á konung, gat dregið að honum dár í skjóli fíflagangs. Hálftímaskemmtunin í Ofurskálinni svofelldu, „Superbowl“, hefur verið að taka á sig þetta form á síðustu árum. Ofurskál þessi er úrslitaleikurinn í NFL-deild ­­ameríska fót­boltans og fór hann fram í New Orleans í ár, nánar tiltekið 9. febrúar síðastliðinn. Öttu þar kappi Philadelphia Eagles og Kansas City Chiefs en Ernirnir burstuðu höfðingjana (svo ég laumi inn dægurmenningartengingu: einn leikmanna Chiefs, Travis Kelce, er unnusti Taylor Swift).

Þessi skemmtiatriði, einatt tónlistaratriði, hafa verið miseftirminnileg en venjulega kemur vinsælasta tónlistarfólk heims fram, bandarískt venjulega í öndvegi. Atriðin eru mispólitísk, Beyoncé söng lag

...