
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsækir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington á morgun, föstudag, og er talið líklegt að forsetarnir muni þar undirrita nýtt samkomulag ríkjanna tveggja um nýtingu auðlinda Úkraínu.
Greint var frá því í fyrrakvöld að ríkin tvö hefðu komist að samkomulagi, en Úkraínumenn höfðu mótmælt fyrstu samningsdrögum Bandaríkjastjórnar, sem fólu í sér að Úkraínumenn myndu í raun láta af hendi um 500 milljarða bandaríkjadala til Bandaríkjanna án þess að fá nokkuð til baka í formi öryggistrygginga eða herstuðnings.
Hið nýja samkomulag mun vera frekar almenns eðlis og kalla á frekari viðræður um nokkur atriði, en heimildarmenn bæði AFP og breska ríkisútvarpsins í Úkraínu sögðu nýja samkomulagið mun betra
...