Í ár eru 30 ár síðan Landssamband bakarameistara, LABAK, kynnti í fyrsta sinn köku ársins eða konudagskökuna. Þetta kom fram hjá Sigurði Má Guðjónssyni, formanni Landssambands bakarameistara, þegar hann mætti á Bessastaði ásamt höfundi köku ársins í …
Formaðurinn Sigurður Már Guðjónsson hefur þrisvar sinnum unnið keppnina um köku ársins og segir það ávallt ákveðinn gæðastimpil fyrir bakaríið sem sigurvegarinn starfar hjá.
Formaðurinn Sigurður Már Guðjónsson hefur þrisvar sinnum unnið keppnina um köku ársins og segir það ávallt ákveðinn gæðastimpil fyrir bakaríið sem sigurvegarinn starfar hjá. — Morgunblaðið/Karítas

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Í ár eru 30 ár síðan Landssamband bakarameistara, LABAK, kynnti í fyrsta sinn köku ársins eða konudagskökuna. Þetta kom fram hjá Sigurði Má Guðjónssyni, formanni Landssambands bakarameistara, þegar hann mætti á Bessastaði ásamt höfundi köku ársins í ár, Arnóri Inga Bergssyni, bakara hjá Bakaranum á Ísafirði, til afhenda frú Höllu Tómasdóttur forseta Íslands fyrstu kökuna.

Fyrsta kakan sem bar titilinn kaka ársins var hönnuð af konditorunum Björgu Sigþórsdóttur hjá Bakarameistaranum og Hafliða Ragnarssyni hjá Mosfellsbakaríi. Kaka ársins 1995 hét Ástarjátning og var frumsýnd í bakaradeild Iðnskólans í Reykjavík 4. febrúar og hófst sala á kökunni 19. febrúar sama ár.

„Það var svo í febrúar árið 2021 sem keppt var í fyrsta skipti um köku ársins

...