
Stella Guðnadóttir fæddist 2. desember 1928. Hún lést 14. febrúar 2025 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Kristín Þóra Guðbjörg Vigfúsdóttir, húsmóðir og saumakona, fædd 12. september 1906, frá Gerðakoti á Álftanesi, dáin 10. október 1986 og Guðni Jónsson sjómaður frá Bjarnastöðum á Álftanesi, fæddur 13. ágúst 1904, dáinn 7. júní 1975.
Systkini hennar eru Bragi, f. 1931, Gíslína Vigdís, f. 1940, d. 20. mars 2023, Óskar Guðjón Vigfús, f. 1944, d. 17. febrúar 2025, uppeldissystir hennar var Helga Ágústa Vigfúsdóttir, f. 1933, d. 22. mars 2016.
Stella fæddist í Hafnarfirði og fluttist síðan að Þórukoti á Álftanesi. Árið 1947 fluttist hún að Kirkjuteig 11, Reykjavík, ásamt foreldrum sínum og systkinum.
Eiginmaður Stellu var Kjartan
...