
Ríkisstjórn Íslands hefur í hyggju að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að hefja að nýju aðildarviðræður við Evrópusambandið. Fram kemur reyndar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna að atkvæðagreiðslan snúist um framhald viðræðna við ESB. Ég á erfitt með að sjá að þetta sé framhald, þar sem hvert og eitt ríki Evrópusambandsins verður að samþykkja aftur að aðildarviðræður hefjist að nýju. Þannig að erfitt er að halda því fram að þetta sé beint framhald enda er hagkerfi Íslands búið að breytast mikið frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur settist við samningaborðið árið 2009. Fernt í hagkerfinu okkar hefur tekið miklum umskiptum til batnaðar síðasta áratug eða svo: Landsframleiðsla á mann, hagvöxtur, staða krónunnar og skuldir þjóðarbúsins.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, varpaði ljósi á þessa stöðu nú á dögunum og staðfestir þær hagtölur
...