
Sjálfstæðismenn munu ekki aðeins kjósa milli tveggja frambjóðenda til formanns um helgina, því tveir sækjast einnig eftir varaformannsembættinu, þau Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir, sessunautar á Alþingi.
Þau eru gestir Dagmála í dag og gera grein fyrir sér og sjónarmiðum sínum, bæði á hinum pólitíska vettvangi og því sem snýr að innra starfi og skipulagi flokks síns.
Bæði telja þau að talsvert uppbyggingarstarf sé fram undan innan flokksins, sem miði að því að fá fleiri til fylgis við hann og til þess að taka þátt í þjóðmálaumræðu innan vébanda hans. Mikil vakning sé í stjórnmálaumræðu í landinu og þar þurfi flokkurinn að vera leiðandi afl og ná til fleiri.
Nauðsynlegt sé að flokkurinn nái að nýta augljósa hægribylgju, ekki síst meðal yngra fólks.