
Samgöngustofa hefur veitt undanþágu fyrir sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli. Ákvörðun þess efnis var tekin eftir að lagt var mat á umsókn Isavia innanlandsflugvalla um undanþágu frá ákvæðum tilskipunar um öryggi. Undanþágan er veitt með skilyrðum sem tryggi að notkunin uppfylli öryggiskröfur samkvæmt áhættumati Isavia innanlandsflugvalla. Undanþágan gildir til
5. maí 2025.
Austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað 8. febrúar sl. samkvæmt tilskipun Samgöngustofu til Isavia. Ákvörðunin er tekin þar sem hæð trjáa í Öskjuhlíð ógnar flugöryggi til og frá höfuðborginni.
Fljótlega eftir lokunina hófst Reykjavíkurborg handa við að fella tré í Öskjuhlíð og hafa nú 500 tré verið felld. 10-12 manns unnu verkið með keðjusögum.
oskar@mbl.is