Ég óska félaginu mínu til hamingju með afmælið. Í dag, 27. febrúar, er FC Bayern 125 ára gamalt. Ég fæddist inn í félagið því afi minn var stuðningsmaður Bayern og faðir minn er það líka. Þegar ég var strákur sögðu þeir mér margt um gullna áttunda áratuginn þegar félagið varð þrisvar Evrópumeistari
Efstir Bayern fagnar 125 ára afmælinu á kunnuglegum slóðum. Liðið er með átta stiga forystu á toppi þýsku 1. deildarinnar og á alla möguleika á að endurheimta titilinn eftir að hafa misst hann til Leverkusen í fyrra.
Efstir Bayern fagnar 125 ára afmælinu á kunnuglegum slóðum. Liðið er með átta stiga forystu á toppi þýsku 1. deildarinnar og á alla möguleika á að endurheimta titilinn eftir að hafa misst hann til Leverkusen í fyrra. — AFP/Lukas Barth-Tuttas

Bayern

Philipp Lahm

@philipplahm

Ég óska félaginu mínu til hamingju með afmælið. Í dag, 27. febrúar, er FC Bayern 125 ára gamalt. Ég fæddist inn í félagið því afi minn var stuðningsmaður Bayern og faðir minn er það líka.

Þegar ég var strákur sögðu þeir mér margt um gullna áttunda áratuginn þegar félagið varð þrisvar Evrópumeistari. Þeir dáðust að Gerd Müller, Sepp Maier og öllum hinum. Þeir voru nánast bergnumdir af einum þeirra: Franz Beckenbauer.

Áður fyrr var FC Bayern bara eitt af mörgum félögum í landinu. Ég er með nokkrar svarthvítar myndir frá fyrstu dögum þess í huga og ég þekki sögu félagsins. En ég get í raun aðeins fjallað um það frá og með Beckenbauer-tímanum og frá þeim tíma hefur FC

...