Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis (SER) hefur boðað til opins fundar næsta mánudag, 3. mars, en þar verður fjallað um nýlega ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að krefjast ekki endurgreiðslu á ofgreiddum framlögum úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka.

Vilhjálmur Árnason formaður nefndarinnar tók styrkjamálið á dagskrá hennar sem frumkvæðismál á dögunum.

Ákvörðun ráðherra var tekin eftir að Morgunblaðið greindi frá því að Flokkur fólksins hefði ekki staðist lagaskilyrði fyrir opinberum framlögum til stjórnmálaflokka árin 2022, 2023 og 2024, en alls fékk hann greiddar 240 milljónir króna í trássi við lög.

Gestir fundarins verða auk fjármálaráðherra þeir Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur ráðuneytisins.

Fundurinn hefst kl. 9.30 í Smiðju, Tjarnargötu 9, en fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir. Bein útsending verður jafnframt frá fundinum

...