Guðrún Hafsteinsdóttir hefur þá þekkingu, þann kjark og þá samstarfsgetu sem reynslumikil kona þarf að hafa sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins.
Þorkell Sigurlaugsson
Þorkell Sigurlaugsson

Þorkell Sigurlaugsson

Þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti nýlega að hún gæfi kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum þá var ljóst að spennandi kosningabarátta færi í hönd. Hún hefur haldið á fjórða tug funda um land allt. Þar hefur hún aukið skilning á lífshlaupi sínu, stefnumálum og fyrir hvað hún stendur sem formannsefni í flokknum.

Frá því ég kynntist henni fyrst hef ég áttað mig á afburða leiðtogahæfileikum hennar, sameiningarafli og drifkrafti í þeim störfum sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er fædd inn í fjölskyldufyrirtæki þar sem ábyrgð hennar á unga aldri og dugnaður hafa endurspeglast í þeim störfum sem hún hefur tekist á hendur á lífsleiðinni.

Alls staðar eftirsótt í forystuhlutverk, þjóðinni til gagns

Guðrún hefur komið fram sem sterkt forystuafl

...