
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Margt er enn óljóst um atburðina sem leiddu til þess að rithöfundurinn Guðmundur Kamban var skotinn til bana í Kaupmannahöfn á friðardaginn 5. maí 1945. Leynd hefur verið létt af gögnum um málið í danska Þjóðskjalasafninu og í erindi sem Jón Karl Helgason, prófessor við Íslensku- og menningardeild HÍ, hélt í gær undir yfirskriftinni „Hvers vegna var Guðmundur Kamban skotinn til bana?“ rakti hann vitnisburði viðstaddra sem að mörgu leyti voru ekki samhljóða.
Óumdeilt er að félagar í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn komu um hádegisbil á Pension Bartoli þar sem Kamban bjó ásamt Agnetu Egeberg eiginkonu sinni og Sybil dóttur þeirra, sem var 24 ára, í þeim tilgangi að handtaka Kamban. Mennirnir voru allir vopnaðir. Þeir höfðu verið að alla nóttina,
...