
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Miklir hagsmunir eru í húfi hvað varðar vernd og nýtingu náttúru landsins. Einmitt af þeim sökum er samtalið svo mikilvægt. Ákvarðanir eiga að byggjast á markvissri nýtingu rannsóknar- og vöktunargagna – en jafnframt út frá hvað fólk á hverjum stað hefur til mála að leggja og þar með staðarþekkingu,“ segir Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Náttúruverndarstofnunar.
Þrjár stofnanir úti á landi
Uppstokkun og breytingar voru gerðar um síðustu áramót í rekstri stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Skerpt var á ýmsu með sameiningu og nú eru ýmsar grunnrannsóknir og mælingar á landinu gerðar hjá Náttúrufræðistofnun, sem er með höfuðstöðvar á Akranesi. Ný Umhverfis- og orkustofnun, sem er á Akureyri, sinnir stjórnsýslu loftslags-, umhverfis-
...