Eftir 11 ára rússíbanareið við uppbyggingu frumkvöðlafyrirtækisins Ankra skrifaði Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri ásamt öðrum hluthöfum á dögunum undir samning við Ölgerðina um kaup á öllu hlutafé í Ankra ehf

Þróun Hrönn gerði sér litlar vonir um að Andri myndi stökkva á hugmynd um framleiðslu á kollagendrykk.
— Ljósmynd/Ari Magg
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eftir 11 ára rússíbanareið við uppbyggingu frumkvöðlafyrirtækisins Ankra skrifaði Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri ásamt öðrum hluthöfum á dögunum undir samning við Ölgerðina um kaup á öllu hlutafé í Ankra ehf. fyrir 600 milljónir.
Ankra hefur séð Ölgerðinni fyrir kollageni síðan 2019.
Hrönn kaupir á sama tíma vörumerkið Feel Iceland út úr rekstri Ankra og heldur rekstri þess áfram í sérstöku félagi en Ölgerðin hefur ótímabundinn rétt til notkunar á vörumerkinu Feel Iceland við framleiðslu og markaðssetningu á drykknum Collab þar sem merkið er prentað á dósirnar. „Ölgerðin kaupir allt félagið en inni í því eru hugverkaréttindi og aðgangur að hágæða kollageni sem við höfum látið
...