„Unnur Ösp skrifar handritið út frá lagatextum sem ég sem um líf mitt. Þar fær hún glugga inn í mína sögu og óhjákvæmilega verða til hliðstæður,“ segir Una Torfa.
Söngur Unnur Ösp og Una Torfa sömdu söngleikinn Storm sem verður sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Söngur Unnur Ösp og Una Torfa sömdu söngleikinn Storm sem verður sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. — Morgunblaðið/Hákon

Viðtal

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

„Ég var að fá brjálaða hugmynd, geturðu hitt mig í kaffi?“ Svona hljóðuðu skilaboð Unnar Aspar Stefánsdóttur til Unu Torfadóttur eftir að Unnur Ösp hafði heyrt hana syngja í þætti Gísla Marteins. Þær kynntust fyrst í leikhúsinu þegar Una var í Tækniskólanum að læra klæðskurð og var í starfsnámi hjá Þjóðleikhúsinu. Þessi brjálaða hugmynd reyndist vera söngleikurinn Stormur sem Unnur Ösp og Una sömdu saman og áhorfendur fá brátt að sjá á Stóra sviði Þjóðleikhússins í leikstjórn Unnar Aspar.

„Ég vissi ekkert að hún væri tónlistarkona en eitt kvöldið var hún mætt hjá Gísla Marteini með blátt hár að syngja lagið „Ekkert að“ og ég heillaðist algjörlega. En þetta er fyrsta lagið

...