
Bessí Jóhannsdóttir
Það er mikið fagnaðarefni hversu vel er tekið í framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins. Það kemur ekki á óvart. Ég hef fylgst með Guðrúnu og dáist að hversu öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar hún hefur reynst, bæði í störfum sínum og í málflutningi. Hvar sem hún fer má sjá hennar leiðtogahæfileika. Hún getur sameinað og eflt flokkinn og með hana í forystu verður tími sundrungar og deilna að baki í Sjálfstæðisflokknum. Það er ekki að ástæðulausu að svo margir hafa ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur til formennsku, því í henni sjáum við bæði félaga og forystumann. Ljóst er að Guðrún sækir fylgi til hins almenna kjósanda, langt út fyrir raðir flokksfélaga. Þannig manneskju þurfum við í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Henni fylgir ferskur blær en jafnframt reynsla og styrkur. Sú hugmyndafræði sem stefna Sjálfstæðisflokksins í áranna rás
...