
Tómas Torfason
Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Frjáls félagasamtök eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization).
Frjáls félagasamtök eru órjúfanlegur hluti af lýðræðinu. Lýðræðið virkar ekki án félagasamtaka og frjáls félagasamtök þrífast ekki nema í lýðræði. Enda er félagafrelsið einn af hornsteinum lýðræðisríkja.
Við Íslendingar erum stolt lýðræðisþjóð og frjáls félagasamtök leika stórt og mikilvægt hlutverk í okkar samfélagi. Nægir að horfa til íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Til björgunarfélaga, mannræktarfélaga og alls konar góðgerðarfélaga. Við getum einnig horft til félaga sem standa með þeim
...