Vegagerðin hefur nú sett af stað undirbúning vegna breikkunar á Suðurlandsvegi nr. 1 í Flóanum austan við Selfoss að Skeiðavegamótum. Þar á að útbúa 13 kílómetra langan 2+1-veg. Því fylgir að breyta þarf gatnamótum á nokkrum stöðum og fækka vegtengingum
Samgöngur Sveigur á Suðurlandsvegi austur undir Þjórsá. Til vinstri hér, á gatnamótunum, er Hrunamannavegur sem liggur um Skeiðin. Þegar inn á þann veg er komið eða af honum beygt þarf að sýna sérstaka aðgæslu.
Samgöngur Sveigur á Suðurlandsvegi austur undir Þjórsá. Til vinstri hér, á gatnamótunum, er Hrunamannavegur sem liggur um Skeiðin. Þegar inn á þann veg er komið eða af honum beygt þarf að sýna sérstaka aðgæslu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Vegagerðin hefur nú sett af stað undirbúning vegna breikkunar á Suðurlandsvegi nr. 1 í Flóanum austan við Selfoss að Skeiðavegamótum. Þar á að útbúa 13 kílómetra langan 2+1-veg. Því fylgir að breyta þarf gatnamótum á nokkrum stöðum og fækka vegtengingum. „Breytingar og nýjar útfærslur á tengingum sveitavega við hringveginn verða nokkuð stór þáttur í þessu verkefni. Í Flóanum eru á nokkrum stöðum T-gatnamót, þar sem ökumenn þurfa að taka vinkilbeygju þegar komið er inn á hringveginn og slysahættan sem því fylgir er þekkt,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á suðursvæði.

Útfærslurnar eru í þróun

„Þar sem svona háttar til kemur til greina að útbúa hliðarvegi við afleggjara heim að bæjum og einstaka hverfum.

...