Soffía Ámundadóttir, kennari til 30 ára, telur nauðsynlegt að fleiri sveitarfélög stofni úrræði fyrir börn með hegðunarvanda. Aðeins tvö úrræði séu í boði á landinu í dag, í Reykjavík og á Akureyri, sem sé einfaldlega ekki nóg

Menntun Skólar eiga ekki að setja börn með ofbeldis- og hegðunarvanda í námsver. Þörf er á úrræðum fyrir þau en þeim hefur fækkað úr tíu í tvö.
— Morgunblaðið/Karítas
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Soffía Ámundadóttir, kennari til 30 ára, telur nauðsynlegt að fleiri sveitarfélög stofni úrræði fyrir börn með hegðunarvanda. Aðeins tvö úrræði séu í boði á landinu í dag, í Reykjavík og á Akureyri, sem sé einfaldlega ekki nóg.
Soffía er með víðtæka reynslu af því að vinna með börnum með hegðunar- og ofbeldisvanda. Hefur hún m.a. starfað sem kennari við Brúarskóla og á neyðarvistun Stuðla. Þá hefur hún kennt á leik-, grunn- og háskólastigi. Í dag vinnur hún hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og á Menntavísindasviði.
Soffía segir hvorki skóla án aðgreiningar né farsældarlögunum hafa fylgt nægilegt fjármagn til að þau virkuðu sem skyldi.
Þannig að þessi markmið voru ekki raunhæf miðað
...