Sannkallaður stórleikur í körfubolta fer fram á Akranesi í kvöld þegar ÍA og Hamar mætast í toppslag í 1. deild karla klukkan 19.15. Skagamenn hafa farið með himinskautum, eru efstir í deildinni og hafa ekki tapað í tíu leikjum í röð, eða síðan þeir mættu Hamri í Hveragerði í nóvember. Sigurlið deildarinnar kemst beint upp í úrvalsdeildina og ÍA yrði komið með annan fótinn þangað með sigri í kvöld.