Samstilltar María og Guðrún Dalía.
Samstilltar María og Guðrún Dalía.

Flutt verða ljóð eftir Franz Schubert á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í dag, fimmtudaginn 27. febrúar. Flytjendur eru söngkonan María Konráðsdóttir og píanóleikarinn Guðrún Dalía Salómonsdóttir. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni. Þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 2.000 kr. en þess er getið í tilkynningu að ekki sé tekið við greiðslukortum.