
Myndlist
Hlynur
Helgason
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur nú yfir sýningin Stara, samsýning átta myndlistarmanna. Sýningin er nokkuð fjölbreytt og verkin missterk. Þrír listamannanna eru sérlega eftirtektarverðir fyrir áhugaverða persónulega tjáningu þar sem ljósmyndamiðillinn er notaður á sterkan hátt. Verk þeirra, sem og sýningin í heild, er ákall til hófstilltrar og hrárrar tjáningar þar sem myndefnið skiptir meira máli en myndbygging eða vönduð tæknibrögð.
Þessi stílbrögð vísa til tjáningar hinna jaðarsettu, þar sem sterkar tilfinningar búa að baki myndum sem virðast kæruleysislegar. Hér má sjá áhrif bandaríska ljósmyndarans Larrys Clark sem vakti athygli á áttunda áratugnum fyrir ljósmyndir af vinum sínum sem lifðu á jaðri borgaralegs samfélags í Tulsa í Oklahoma. Myndefni Clarks var hrátt og nöturlegt
...