Áslaug Arna er orðin einn af okkar reyndustu stjórnmálamönnum. Það sem greinir hana frá öðrum er kjarkurinn til að fara nýjar leiðir að settu marki.

Birna Bragadóttir
Birna Bragadóttir
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á merkilegum tímamótum. Í fyrsta sinn í yfir 90 ára sögu flokksins stendur valið á milli tveggja öflugra og ólíkra kvenna til að gegna formennsku í flokknum. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að konur veljist til forystu í Sjálfstæðisflokknum.
Fjölskyldumynstur og forystuhlutverk
Eins og flestir landsmenn fylgdist ég með sjónvarpsþáttaröðinni um Vigdísi Finnbogadóttur. Þar var rifjað upp hversu fornaldarlegum viðhorfum Vigdís mætti í kosningabaráttunni árið 1980, svo sem spurningum um hvort einhleyp kona gæti setið á Bessastöðum. Áslaug Arna hefur þurft að mæta svipuðum viðhorfum nú 45 árum síðar. Nýlega var hún spurð að því hvernig barnlaus, einhleyp kona á fertugsaldri gæti leitt Sjálfstæðisflokkinn og leyst úr málefnum
...