Heimurinn er að breytast hratt fyrir augum okkar og í því felast bæði áskoranir og mikil tækifæri.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Það styttist í landsfund, stærstu stjórnmálasamkomu Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gegnt lykilhlutverki í íslensku samfélagi í næstum 100 ár og það er brýnt að tryggja að svo verði áfram. Á landsfundi munum við sjálfstæðismenn horfa fram á við og móta framtíðina saman.

Heimurinn er að breytast hratt fyrir augum okkar og í því felast bæði áskoranir og mikil tækifæri. Grunngildi Sjálfstæðisflokksins – frelsi, samkennd, sköpunarkraftur og jöfn tækifæri – hafa gert Ísland að frábærum og eftirsóknarverðum stað til að búa á.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Niðurstaða alþingiskosninganna var okkur mikil vonbrigði og við þurfum að axla ábyrgð á henni. Sjálfstæðisflokkurinn á aldrei að kenna öðrum um ófarir sínar. Það sæmir ekki leiðtoga. Verkefnið fram

...