Bætt aðstaða lögreglunnar á Suðurlandi, með nýrri lögreglustöð í Vík í Mýrdal, var tekin í notkun með formlegri opnun nú í vikunni. Í Vík hefur lögreglan haft aðstöðu í tveimur skrifstofurýmum hjá sýslumanni en sá kostur þótti ekki fullnægjandi
Öruggir Grímur Hergeirsson lögreglustjóri, til vinstri, og Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri. Mynd af Reynisdröngum var gjöf sveitarfélagsins.
Öruggir Grímur Hergeirsson lögreglustjóri, til vinstri, og Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri. Mynd af Reynisdröngum var gjöf sveitarfélagsins. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Bætt aðstaða lögreglunnar á Suðurlandi, með nýrri lögreglustöð í Vík í Mýrdal, var tekin í notkun með formlegri opnun nú í vikunni. Í Vík hefur lögreglan haft aðstöðu í tveimur skrifstofurýmum hjá sýslumanni en sá kostur þótti ekki fullnægjandi. Því þurfti að leita nýrra leiða og nú hefur jarðhæð hússins að Ránarbraut 1, sem áður hýsti Arion banka, verið gerð upp og þar útbúin nútímaleg lögreglustöð.

„Verkefnum lögreglunnar er að fjölga og þau að breytast. Því þurfti að bæta aðstöðu okkar,“ segir Grímur Hergeirsson lögreglustjóri í samtali við Morgunblaðið. Opið hús var á stöðinni og kynning á starfseminni fyrr í vikunni.

Afskipti, aðstoð og opinber þjónusta

Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi er skipt

...