Hversu þversagnakennt sem það kann að virðast skýra einmitt þessar sömu aðstæður af hverju telja verður tvísýnt um hvort takast muni varanlegar sættir.
Gunnar Pálsson
Gunnar Pálsson

Gunnar Pálsson

Þeir pólitísku sviptivindar sem næða nú um heimsbyggðina hafa varla farið fram hjá neinum. Það hriktir í stoðum regluverksins og þykjast margir sjá fyrir að það riði til falls. Þótt umbrot af því tagi séu hvorki yfirvofandi né óumflýjanleg bendir flest til þess að snöggbreytt heimsmynd kunni að vera í uppsiglingu. Sé það raunin er vonum seinna að Íslendingar búi sig undir það.

Sú ákvörðun Bandaríkjanna að venda sínu kvæði í kross og freista þess að koma samskiptum sínum og Rússlands í eðlilegt horf er bæði rétt og tímabær. Mörg af brýnustu viðfangsefnum okkar daga verða ekki leyst nema Rússland leggi hönd á plóginn. Meiru veldur að ógnin af allsherjarófriði og þar með gereyðingarstyrjöld er raunveruleg og nærtæk.

Í Sádi-Arabíu í síðustu viku voru fyrstu skrefin tekin í átt

...