Heilbrigðisstarfsfólk á geðsviði Landspítala taldi að Alfreð Erling Þórðarson, sem ákærður er fyrir tvöfalt manndráp í Neskaupstað í ágúst í fyrra, hefði verið útskrifaður í hendur geðheilsuteymis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og að eftirfylgni og meðferð hans væri í höndum HSA
Neskaupstaður Alfreð Erling er ákærður fyrir að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað i ágúst á síðasta ári.
Neskaupstaður Alfreð Erling er ákærður fyrir að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað i ágúst á síðasta ári.

Viðar Guðjónsson

Gunnar Gunnarsson

Heilbrigðisstarfsfólk á geðsviði Landspítala taldi að Alfreð Erling Þórðarson, sem ákærður er fyrir tvöfalt manndráp í Neskaupstað í ágúst í fyrra, hefði verið útskrifaður í hendur geðheilsuteymis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og að eftirfylgni og meðferð hans væri í höndum HSA. Hins vegar kannast enginn við að hafa haft Alfreð til meðferðar hjá HSA. Var Alfreð því án meðferðar þegar hjónunum í Neskaupstað var ráðinn bani. Alfreð var fyrr um sumarið úrskurðaður í 12 vikna nauðungarvistun á geðdeild, en þegar hann útskrifaðist féll nauðungarvistunin úr gildi. Í nauðungarvistunarúrskurði var Alfreð sagður mögulega hættulegur sjálfum sér og öðrum. Þetta herma heimildir blaðsins

Sigurlín Hrund Kjartansdóttir, teymisstjóri geðheilsuteymis HSA, segist ekki geta tjáð sig um mál

...