Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir umbrot í heimsmálunum geta haft mikil efnahagsleg áhrif í Evrópu í náinni framtíð. Meðal annars kalli auknar varnir á aukin útgjöld. Tilefnið er endursögn á fyrirlestri Ragnars Árnasonar,…

Evrusvæðið Við höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Nú eru umbrotatímar í heimsmálunum.
— AFP
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir umbrot í heimsmálunum geta haft mikil efnahagsleg áhrif í Evrópu í náinni framtíð. Meðal annars kalli auknar varnir á aukin útgjöld.
Tilefnið er endursögn á fyrirlestri Ragnars Árnasonar, prófessors emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, í ViðskiptaMogganum í gær.
Þar bar Ragnar saman hagþróun á Íslandi og á evrusvæðinu og færði m.a. rök fyrir því að vextir á Íslandi myndu ekki lækka við upptöku evru með þeim hætti sem haldið er fram. Þá vitnaði Ragnar í nýlega skýrslu Marios Draghis, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, en þar sé að finna varnaðarorð vegna áskorana í efnahagslífi Evrópu.